Suður-England & Normandí (30. ágú)

Lengd ferðar

8 nætur

Sætafjöldi

48

Flugfélag

Icelandair

Rútuferð

Suður-England & Normandí (30. ágú)

30. ágúst - 7. september 2025

Hrólfur sonur Rögnvalds Mærajarls var mikill víkingur. Hann var svo mikill maður vexti að enginn hestur mátti bera hann og gekk hann því hvert sem hann fór. Hann var kallaður Göngu-Hrólfur. Hann herjaði á strönd Frakklands og eignaðist jarlsríki mikið og byggði það Normönnum. Það ríki var nefnt Normandí. 

Í þessari ferð kynnum við okkur sögu Normandí, einkum þann atburð er gerðist 1066 þegar Vihjámur Sigursæli afkomandi Göngu-Hrólfs gerði innrás í England og náði að leggja það undir sig.


Herbergi

Verð fyrir tvo með flugi

Almennt verð £4,260.00
Almennt verð Sölu verð £4,260.00
Innáborgun: £600.00


Flug

Þú hefur valið að taka þátt í hópbókun. Innifalið í flugi er ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg. Vinsamlegast athugið að hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Ekki er hægt að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun.

Almennt verð £4,260.00
Almennt verð Sölu verð £4,260.00
Innáborgun: £600.00


Farþegi 1
Farþegi 2
Almennt verð £4,260.00
Almennt verð Sölu verð £4,260.00
Innáborgun: £600.00
Herbergi
Flug

How often?

Subscribe to get regular deliveries of this product

Suður-England & Normandí (30. ágú)
Suður-England & Normandí (30. ágú)
Suður-England & Normandí (30. ágú)
Suður-England & Normandí (30. ágú)
Suður-England & Normandí (30. ágú)
Suður-England & Normandí (30. ágú)
Suður-England & Normandí (30. ágú)
Suður-England & Normandí (30. ágú)
Suður-England & Normandí (30. ágú)
Suður-England & Normandí (30. ágú)
Suður-England & Normandí (30. ágú)
Suður-England & Normandí (30. ágú)
Suður-England & Normandí (30. ágú)
Suður-England & Normandí (30. ágú)
Suður-England & Normandí (30. ágú)
Suður-England & Normandí (30. ágú)
Suður-England & Normandí (30. ágú)
Suður-England & Normandí (30. ágú)
Suður-England & Normandí (30. ágú)
Suður-England & Normandí (30. ágú)
Suður-England & Normandí (30. ágú)

Ferðaáætlun

Á söguslóðir Normanna í Suður-Englandi & Frakklandi

Flug FI450 til London Heathrow. Brottför 07:40, lending 11:55. Fararstjórar taka á móti hópnum á London Heathrow og ekið er til Stonehenge. Þar munum við skoða þessar frægu steinaldaminjar.

Síðan ökum við til Salisbury en þar gistum við fyrstu nóttina á Red Lion Hotel.

3 tímar & 15 mín
Kvöldverður

Ekið til Battle, skammt frá Hastings. Þar var háður frægasti bardagi í Enskri sögu, Hastingsbardaginn 1066 þar sem her Vilhjálms sigursæla frá Normandý vann sigur á her Haralds II Englandskonungs. Þar verður frjáls tími til að skoða sig um og snæða hádegisverð.

Eftir að hafa kynnt okkur bardagasvæðið, munum við aka til Canterbury. Þar gistum við næstu nótt á Hampton by Hilton Hotel.

4 & ½ tími
Kvöldverður

Ökum til Dover. Þar tökum við ferju yfir til Calais á norðurströnd Frakklands. Frá Calais ökum við í 2 ½ klst. til Rúðuborgar en þar gistum við næstu 2 nætur á Novotel Rouen Centre Cathédrale.

1 & ½ tími
Kvöldverður

Hótelið okkar er mjög vel staðsett í hjarta borgarinnar og allir helstu staðir til að skoða eru í göngufæri frá hótelinu.

Sagt er að Göngu-Hrólfur hafi stofnað borgina árið 900 og er gröf hans í dómkirkju Rouen. Þar er einnig gröf sonar hans, Vilhjálms langsverðs svo og hjarta Ríkharðs Ljónshjarta. Dómkirkjan var vígð árið 1063 að viðstöddum Vilhjálmi Sigursæla.

Á gamla markaðstorginu, Place Vieux-Marche er nýleg kirkja, byggð þar sem Jóhanna af Örk var brennd á báli 30. maí 1431, nítján ára að aldri. Skammt frá hótelinu er síðan safn helgað minningu Jóhönnu.
Fjölmargir frábærir veitingarstaðir eru í miðborginni og er kvöldið frjálst til að snæða á einhverjum þeirra að eigin vali.

Ekið til Honfleur á vesturtrönd Normandy, en bærinn er einstaklega fallegur hafnarbær við ósa Signu. Héðan fór Jacques Cartier árið 1534 og stofnaði fyrstu frönsku byggðina í Kanada og einnig Champlain árið 1608 til að stofna nýlenduna Quebec. St Catharina kirkjan í miðjum bænum er elsta timburkirkja í Frakklandi, byggð á 15. öld. Frjáls tími til í Honfleur.

Síðan ökum við að Calvados Pére Magloire l’Experience en þar munum við kynna okkur framleiðsluferli á Cider og Calvados auk þess að smakka á þessum drykkjum.

Loks höldum við til Caen, þar sem við virðum fyrir okkur Caen kastala sem byggður var af Vilhjálmi Sigursæla og heimsækjum munkaklaustrið þar sem hann liggur grafinn. Tékkum inn á Hotel Ibis, Centre Caen en þar munum við gista næstu 2 nætur.

2 & ½ tími
Kvöldverður

Ekið til Bayeux. Byrjum á að skoða Bayeux Tapestry, en þar er að finna hinn einstaka Bayeux refil. Þar eru atburðir ársins 1066 raktir í myndmáli á 70 m löngum refli, 50 cm breiðum, Þar er einnig safn sem rekur sögu innrásar Normanna í England. Síðan er frjáls tími í borginni til að skoða sig um og snæða hádegisverð.

Eftir hádegi ökum við út á strönd þar sem við skoðum minjar um D-daginn, innrás bandamanna í Normandy 6. júní 1944. Skoðum bandaríska kirkjugarðinn við Colliville og Omaha ströndina. Ökum síðan til baka til Caen.

2 tímar
Kvöldverður

Ekið til Mont Saint Michel, sem er lítil klettaeyja (aðeins 4 ferkílómetrar), en þar stofnaði Aubert biskup klaustur á 8. Öld. Þessi stórfenglegi staður er heimsóttur af 4 milljónum ferðamanna árlega. Frjáls tími þar til að skoða sig um og snæða hádegisverð.

Að heimókninni lokinni ökum við í rúmlega klukkustund til Chateau de Peres. Við kastalann er nýlega búið að byggja mjög sérstætt hótel, og þar munum við gista næstu nótt.

3 tímar
Kvöldverður

Ekið til Chartres. Stoppað á leiðinni til að fá sér hádegissnarl.

Séra Sæmundur fróði nam fræðin í Svartaskóla í Frakklandi sem frægt er og það eru kenningar uppi um að sá skóli hafi verið staðsettur í Chartres dómikjunni. Við rifjum upp sögur af Séra Sæmundi og skoðum þessa stórkostlegu dómkirkju sem er á heimsmynjaskrá UNESCO.

Við gistum síðustu nóttina á Hotel Jehan de Beauce í miðbæ Chartres, steinsnar frá dómkirkjunni.

Rúta frá hóteli til Charles de Gaulle flugvallar í París. Flug FI453 kl. 14:00 og lent kl. 15:35.

2 tímar
3 tímar & 35 mín

Hvað er innifalið

  • Áætlunarflug með Icelandair KEF- LHR
  • Áætlunarflug með Icelandair CDG -KEF
  • Ein taska max 23 kg & 10 kg handfarangur
  • Flugvallarskattar
  • Gisting í 8 nætur með morgunverði
  • 6 kvöldverðir
  • Drykkur með mat á degi 7
  • Allur akstur skv. dagskrá
  • Ferja frá Dover til Calais
  • Aðgangseyrir í Stonhenge
  • Aðgangseyrir í Battle Hastings
  • Aðgangseyrir í Bayeux Tapestry
  • Aðgangseyri í Calvados Experience
  • Íslensk fararstjórn
  • Skattar & tryggingargjöld

Ekki innifalið

  • Ferðatryggingar
  • 2 kvöldverðir
  • Hádegisverðir
  • Drykkir með mat
  • Þjórfé fyrir rútubílstjóra
Fararstjóri

Snorri Guðmundsson

Snorri er Reykvíkingur, en hefur búið í Skotlandi síðan 2002. Hann stofnaði ferðaþjónustufyrirtækið Scot Walks Ltd (Skotgöngu) árið 2008 ásamt eiginkonu sinni, Ingu Geirsdóttur. Snorri er menntaður tölvunarfræðingur og starfar sem slíkur en er einnig framkvæmdastjóri Skotgöngu. Snorri hefur ávallt haft ástríðu fyrir ferðalögum og hefur einnig sérlegan áhuga á sögu & menningu, gönguferðum í óspilltri náttúru, knattspyrnu, tónlist, golfi og skosku maltviskíi.

Fararstjóri

Margrét Snorradóttir

Margrét, eða Magga eins og hún er alltaf kölluð, er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún fluttist til Skotlands árið 2010 og lauk prófi í ferðamálafræði frá Glasgow háskóla. Í dag sér hún um rekstur Skotgöngu ásamt foreldrum sínum, þeim Ingu og Snorra.

Ferðaþjónusta á hug hennar og hjarta. Þau Gary Arthurs, eiginmaður hennar, reka jafnframt fyrirtækið Caledonian Chauffeur Travel sem býður hágæða sérferðir um Skotland fyrir 2-7 farþega.

Algengar spurningar

Þó að við getum aldrei treyst á veðrið, er lok ágúst og byrjun september talinn vera einn besti tími til að heimsækja bæði Suður-England og Normandý. Að meðaltali er hámarkshiti yfir daginn er rúmlega 20°.

Því miður er ekki hægt að vera 3 saman í herbergi. Þau sem ferðast 3 saman geta sent inn beiðni um að fá herbergi hlið við hlið.

Við göngum ekki mikið og erum yfirleitt á mjög greiðfæru undirlagi en áreynslan er meiri af því að sitja í rútunni og mikilvægt að geta hreyft ökklana. Þá er gott að vera á lágum gönguskóm/íþróttaskóm sem lofta.

Sterklegir gönguskór eru því óþarfi, frekar léttir og lágir skór, sem hrinda eitthvað frá sér bleytu. Athugið að við förum 2-3 sinnum yfir grasi vaxið svæði.

Skotganga (Scot Walks Ltd) er ferðaþjónustufyrirtæki í Skotlandi, UK.

Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað í, er ekki hægt að fá endurgreiðslu á innáborgun né færa innáborgun yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu.

Það er því miður ekki lengur möguleiki að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun með Icelandair. Þeir sem vilja nota vildarpunkta geta valið að kaupa sitt flug sjálfir á heimasíðu Icelandair.

Þátttaka í hópbókun krefst að minnsta kosti 10 farþega. Ef lámarksþáttaka næst ekki, gilda reglur og skilyrði hópsins ekki lengur.

Farangursheimild, ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg er innifalin.Hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Breyting verður að gerast áður en flugmiði er gefinn út.

Ef þátttakandi bókar ferðina með röngu nafni, getur Icelandair krafist nafnabreytingar gegn ákveðnu gjaldi.

Þar sem um hópbókun er að ræða þurfa allar breytingar og aðrar fyrirspurnir varðandi flug að fara í gegnum Skotgöngu

Hægt er að kaupa flugið út í hópbókun en ekki er hægt að kaupa flug fyrir heimferð eingöngu. Hægt er að tala við ferðaskrifstofuna (Skotgöngu) með breytingu á heimferð frá öðru landi í þeim tilfellum sem fólk er að ferðast annað eftir ferðina.

Lokagreiðsla á ferð er 10 vikum fyrir brottför. Þátttakendur munu fá tilkynningu þegar kemur að lokagreiðslu.