Malta (3. okt)

Lengd ferðar

7 nætur

Erfiðleikastuðull

Auðveld

Sætafjöldi

32 sæti

Gönguferð

Malta (3. okt)

3. - 10. oktober 2025

Malta er lítil eyja suður af Sikiley með yfir 7.000 ára sögu. Möltubúar eru þekktir fyrir hlýju sína, gestrisni og örlæti við ókunnuga, eiginleiki sem fjallað um í Postulasögunni, með vísan til reynslu heilags Páls postula, sem var sagður hafa orðið skipbrotsmaður við Möltu árið 60 e.Kr.

Margar fallegar gönguleiðir er að finna á Möltu. Er einkum gengið meðfram strandlengjunni og eru gönguleiðirnar sem við höfum valið við flestra hæfi. Í þessari ferð munum við einnig heimsækja systur eyjur Möltu - Gozo og Comino.


Herbergi

Verð fyrir einstakling í tvíbýli með flugi. Ekki er hægt að bóka nema vera með ferðafélaga.

Almennt verð £2,140.00
Almennt verð Sölu verð £2,140.00
Innáborgun: £300.00


Flug

Þú hefur valið að taka þátt í hópbókun. Innifalið í flugi er ein taska sem vegur 20 kg og 10 kg handfarangur. Ekki er hægt að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun.

Almennt verð £2,140.00
Almennt verð Sölu verð £2,140.00
Innáborgun: £300.00


Farþegi 1
Almennt verð £2,140.00
Almennt verð Sölu verð £2,140.00
Innáborgun: £300.00
Herbergi
Flug

How often?

Subscribe to get regular deliveries of this product

Malta (3. okt)
Malta (3. okt)
Malta (3. okt)
Malta (3. okt)
Malta (3. okt)
Malta (3. okt)
Malta (3. okt)
Malta (3. okt)
Malta (3. okt)
Malta (3. okt)
Malta (3. okt)
Malta (3. okt)
Malta (3. okt)
Malta (3. okt)
Malta (3. okt)
Malta (3. okt)
Malta (3. okt)

Ferðaáæltun

Gönguferð um töfrandi strandlengjur Möltu

Flug FI 568 kl. 07:20 með Icelandair og lent á Zurich flugvelli kl. 13:05. Flug KM 491 kl. 17:05 með KM Malta Airlines kl. 18:15 og lent á Möltu kl. 20:25.

Fararstjórar taka á móti hópnum á flugvellinum í Möltu. Ekið þaðan á AX Hotel ODYCY í Qawra, en þar verður gist fyrstu 4 næturnar í ferðinni.

5 tímar & 45 mín
40 mín

Ekið frá hótelinu til XemXija sem er lítill bær við St. Pauls Bay. Gengin hringleið að mestum hluta við ströndina. Þar er gott útsýni yfir til St. Pauls Island, sem er lítil eyja þar sem talið er að Páll Postuli hafi strandað á leið sinni til Rómar árið 60 e.Kr.

Að göngunni lokinni er ekið til baka á hótelið. Frjáls tími það sem eftir er dags til að skoða sig um í Qawra.

7,5 km – hækkun/ lækkun 170 m
Kvöldverður

Ekið frá hótelinu yfir Gnejna beach á vesturströnd Möltu. Gengið norður ströndina í gegnum fallegar víkur. Gangan endar við Popeye Village, sem er þorp sem var smíðað 1979 sem kvikmyndaver fyrir myndina Popeye (Stjáni blái) sem frumsýnd var 1980 með Robin Williams og Shelley Duval í aðalhlutverkum.

Frjáls tími eftir göngu til að snæða hádegisverð og skoða sig um á staðnum. Að því loknu er ekið til baka á hótelið.

7 km – hækkun/ lækkun 160 m
Kvöldverður

Ekið að ferjuhöfninni á Ċirkewwa á norðurströnd Möltu. Þaðan er siglt til Comino, sem er lítil eyja norður af Möltu.

Comino er minnsta byggða eyjan í eyjaklasanum. Sannarlega stórkostlegur staður, með einhverjum tærasta bláa sjó í heimi, auk víggirðinga frá upphafi 17. aldar. Bláa lónið er einn fjölsóttasti ferðamannastaður á Möltu, staðsett á milli Comino og eyjunnar Cominotto. Þessi hrífandi fallegi staður er þekktur fyrir kristaltært blátt vatn.

Við munum ganga hringleið um Comino. Að því loknu er frjáls tími fyrir hádegisverð og kjörið að synda í Bláa lóninu.

20 mín hvor leið
7 km – hækkun/ lækkun 100 m

Tékkum út af hótelinu okkar í Quawra og ökum til ferjuhafnarinnar á Cirkewwa. Þaðan er siglt í ca. 25 mín til Gozo, systureyjar Möltu.

Á Gozo munum við ganga meðfram suð-vestur ströndinni. Að göngu lokinni er sameiginlegur hádegisverður. Síðan er boðið uppá skoðunarferð um eyjuna.

Höldum til baka með ferjunni og ökum til Sliema. Þar munum við gista síðustu 3 nætur ferðarinnar á AX The Victoria Hotel.

8 km
Kvöldverður

Skammt frá hótelinu okkar er ferjuhöfnin í Sliema. Þaðan tökum við ferju yfir til Valetta, höfuðborgar Möltu. Borgin er rík af listum, arkitektúr og sögu, auk staða til að njóta góðs matar og drykkja.

Heimamaður mun ganga með okkur um borgina og fræða okkur um sögu hennar. Að því loknu tekur við frjáls tími til að skoða sig um, versla og snæða hádegisverð.

15 mín
Kvöldverður

Ökum til Marsaskala sem er bær á suð-austur stönd Möltu. Þaðan er gengið fallega strandleið til Marsaxlokk.
Marsaxlokk er fallegt sjávarþorp á suðausturhluta Möltu.

Bærinn er vinsæll ferðamannastaður og hafnarstæðið með fjölmörgum fiskibátum er afar myndrænt.
Þar verður gefinn frjáls tími til að skoða sig um og snæða hádegisverð. Síðan er ekið til baka á hótelið okkar í Sliema.

30 mín hvor leið  
9 km – hækkun 158 m & lækkun 154 m

Ekið til Malta Airport. Flug KM 116 með KM Malta Airlines kl. 08:25. Lent á London Gatwick kl. 10:55. Flug FI 473 með Icelandair kl. 15:40 og lent kl. 17:55.

30 mín
6 tímar & 45 mín

Hvað er innifalið

  • Áætlunarflug Icelandair KEF-ZRH
  • Áætunarflug Malta Airlines ZRH-MLA
  • Áætlunarflug Malta Airlines MLA-LGW
  • Áætunarflug Icelandair LGW-KEF
  • Ein taska hámark 20 kg & 10 kg handfarangur
  • Flugvallarskattar
  • Ferjur – Valetta, Comino & Gozo
  • 4 kvöldverðir með drykkjum
  • 1 hádegisverður
  • Innlend fararstjórn á 4 göngudögum
  • Íslensk fararstjórn
  • Skattar & tryggingagjöld

Ekki innifalið

  • Ferðatryggingar
  • 3 kvöldverðir
  • 5 hádegisverðir
Fararstjóri

Snorri Guðmundsson

Snorri er Reykvíkingur, en hefur búið í Skotlandi síðan 2002. Hann stofnaði ferðaþjónustufyrirtækið Scot Walks Ltd (Skotgöngu) árið 2008 ásamt eiginkonu sinni, Ingu Geirsdóttur. Snorri er menntaður tölvunarfræðingur og starfar sem slíkur en er einnig framkvæmdastjóri Skotgöngu. Snorri hefur ávallt haft ástríðu fyrir ferðalögum og hefur einnig sérlegan áhuga á sögu & menningu, gönguferðum í óspilltri náttúru, knattspyrnu, tónlist, golfi og skosku maltviskíi.

Fararstjóri

Inga Geirsdóttir

Inga er frá Eskifirði, bjó í Reykjavík um árabil en flutti til Skotlands árið 2003. Þar hóf hún fljótlega að bjóða vinkonum sínum í göngur um skosku Hálöndin. Það vatt hratt upp á sig og í dag leiðir hún ásamt fjölskyldu sinni hópferðir vítt og breitt um Bretland, Írland, Austurríki, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Spán. Inga er mikill húmoristi og þykir ekkert skemmtilegra en að vera með hópunum sínum.

Algengar spurningar

Þó að við getum aldrei treyst á veðrið, er október talinn vera frábær tími fyrir gönguferðir á Möltu með um 20-25 stiga hita.

Göngustígarnir eru malarstígar, stundum grófir en yfirleitt auðveldir yfirferðar.

Það er ekkert mál að taka frídaga. Gönguleiðirnar eru frekar stuttar (6-10 km), fyrsta göngudaginn er hægt að ganga hluta leiðarinnar og snúa við á upphafsstað fyrir þá sem vilja stytta gönguna, en hina dagana er verið að ganga á milli staða og þar þarf annaðhvort að ganga alla leiðina eða sleppa göngunni.

AX ODYCY Hotel Qawra**** (4 nætur)

Hótelið er með útsýni yfir Miðjarðarhafið og býður upp á 4 sundlaugar þar af þaksundlaug sem er aðeins fyrir fullorðna, 4 veitingastaði, bar og heilsulind.

Herbergin eru nútímaleg með loftkælingu,skrifborði, sérbaðherbergi, sjónvarpi og sérsvölum.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu.

 

AX The Victoria Hotel Sliema**** (3 nætur)

Hótelið er staðsett í hjarta Sliema, 1 km frá Point-verslunarmiðstöðinni og í aðeins 5 mínútna göngufæri við sjávarsíðuna. Hótelið er með 2 sundlaugar, veitingastað, líkamsræktarstöð og heilsulind.

Herbergin eru rúmgóð með loftkælingu, te & kaffi aðstöðu og sjónvarpi.

Hótelið býður upp á frítt internet.

Því miður er ekki hægt að vera 3 saman í herbergi. Þau sem ferðast 3 saman geta sent inn beiðni um að fá herbergi hlið við hlið.

Það er því miður ekki möguleiki að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun. Þeir sem vilja nota vildarpunkta geta valið að kaupa flug á eigin vegum.

Nei, það þarf að tékka inn töskur fyrir hvert flug.

Skotganga (Scot Walks Ltd) er ferðaþjónustufyrirtæki í Skotlandi, UK.

Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað í, er ekki hægt að fá endurgreiðslu á innáborgun né færa innáborgun yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu.

Lokagreiðsla á ferð er 10 vikum fyrir brottför. Þátttakendur munu fá tilkynningu þegar kemur að lokagreiðslu.