Króatía (25. sep)

Lengd ferðar

7 nætur

Erfiðleikastuðull

Miðlungs

Sætafjöldi

32

Gönguferð

Króatía (25. sep)

25. september - 2. oktober 2025

Dalmatía í austurhluta Króatíu liggur að Adríahafi og er vinsælt ferðamannasvæði bæði fyrir sóldýrkendur og útivistafólk sem nýta sér fjölmargar fallegar gönguleiðir á svæðinu.

Gengið er í 4 daga við Makarska stöndina og í hlíðum og fjöllum Dalmatíu. Að auki verður boðið uppá siglingu til Dalmatísku eyjanna Hvar og Brac og einnig verður í boði að fara í dagsferð til Bosníu.


Herbergi

Verð fyrir einstakling með flugi

Almennt verð £2,480.00
Almennt verð Sölu verð £2,480.00
Innáborgun: £300.00


Flug

Þú hefur valið að taka þátt í hópbókun. Innifalið í flugi er ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg. Vinsamlegast athugið að hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Ekki er hægt að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun.

Almennt verð £2,480.00
Almennt verð Sölu verð £2,480.00
Innáborgun: £300.00


Farþegi 1
Almennt verð £2,480.00
Almennt verð Sölu verð £2,480.00
Innáborgun: £300.00
Herbergi
Flug

How often?

Subscribe to get regular deliveries of this product

Króatía (25. sep)
Króatía (25. sep)
Króatía (25. sep)
Króatía (25. sep)
Króatía (25. sep)
Króatía (25. sep)
Króatía (25. sep)
Króatía (25. sep)
Króatía (25. sep)
Króatía (25. sep)
Króatía (25. sep)
Króatía (25. sep)
Króatía (25. sep)
Króatía (25. sep)
Króatía (25. sep)
Króatía (25. sep)
Króatía (25. sep)
Króatía (25. sep)
Króatía (25. sep)
Króatía (25. sep)
Króatía (25. sep)

Ferðaáæltun

Gönguferð í Dalmatíuhéraði í Króatíu

Flug OG538 með Play kl. 10:15 og lent í Split kl. 17:00.

Fararstjórar taka á móti hópnum á Spit flugvelli og ekið er suður til Podgora, sem er lítill strandbær. Þar verður gist á Medora Auri Family Beach Resort**** í 6 nætur.

1 & ½ tími   
Kvöldverður

Gengið frá hótelinu í norðurátt meðfram ströndinni til Makarska. Þar er frjáls tími til að skoða sig um í bænum og snæða hádegisverð. Síðan er ekið til baka á hótelið.

9,5 km  – hækkun 151 m
Hádegisnesti & kvöldverður

Ekið til Veliko Brdo sem er lítið þorp skammt frá Makarska. Þaðan er gengið í hlíðunum fyrir ofan Makarska ströndina og niður til Tučepi.

10 km – hækkun 289 m/lækkun 314 m
Hádegisnesti & kvöldverður

Ekið til Makarska. Þar verður stigið um borð í seglskipið Calypso.

Siglt til eyjunnar Hvar, þar sem við höfum eina klukkustund til að skoða okkur um í gamla bænum Jelsa. Síðan er siglt til eyjarinnar Brac. Á leiðinni er boðið uppá hádegisverð í skipinu. Á Brac verður stoppað á frægustu stönd Króatíu (Bol). Þar er frjáls tími í 4 klst þar sem hægt er að ganga um svæðið og sóla sig og synda við ströndina.

Að því loknu er siglt til baka til Makarska og ekið þaðan á hótelið. 

Ekið í Biokovo þjóðgarðinn, þar sem hægt er að velja um tvær göngur í fjöllunum í þjóðgarðinum. Önnur gangan er auðveld en hin erfiðari þ.a. allir ættu að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Báðar göngurnar eru um 4 km.

Eftir það er ekið til Skywalk sem er útsýnispallur með stórfenglegu útsýni yfir Makarska ströndina og Dalmatísku eyjanna. Þaðan er haldið á veitingarstað þar sem snæddur verður hádegisverður. Að því loknu er ekið til baka á hótelið.

4,5 km – hækkun 369 m/ lækkun 92 m (erfiðari leið)
Hádegis- & kvöldverður

Boðið upp á skoðunarferð til Bosníu (valfjrálst - greitt aukalega). Tekin er stefnan til borgarinnar Mostar. Síðan er gefinn frjáls tími til að skoða sig um og fara í hádegisverð áður en ekið er til baka.

Vinsamlegast athughið að lámarksþátttaka í ferðina eru 6 manns.

Aðrir eiga frjálsan dag. Hægt að hafa það huggulegt í Podgora eða fara með strætó eða leigubíl til Drubrovnik.

Tékkað út af hótelinu í Tucepi og ekið norður til Omis, þar sem næsta gönguleið hefst. Gengið upp fjallaskarð með stórkostlegu útsýni. Gangan endar við Cetina ána, þar munum við snæða króatískan hádegisverð á vinælum veitingastað.

Eftir hádegisverðinn ökum við til Split þar sem gist verður síðustu nóttina í ferðinni á AC Split Marriottl****.  

Frjálst síðdegi og kvöld í Split.

5,5 km – hækkun 431 m/lækkun 402 m
2 tímar   

Frjáls tími fram að brottför. Ekið til Split flugvallar. Flug OG539 kl. 18:00 og lent kl. 21:05.

Hvað er innifalið

  • Áætlunarflug með Play KEF-SPU
  • Áætlunarflug með Play SPU-KEF
  • Handfarangur 10 kg sem kemst undir sæti
  • Innritaður farangur 20 kg
  • Flugvallarskattar
  • Gisting í 7 nætur með morgunverði
  • 6 kvöldverðir
  • 3 hádegisverðir
  • Allur akstur skv. dagskrá
  • Íslensk fararstjórn
  • Innlend fararstjórn á gönguleiðum
  • Skattar & lögboðin tryggingagjöld í UK

Ekki innifalið

  • Ferðatryggingar
  • Dagsferð til Bosníu (valfrjálst - €50 á mann)
  • Kvöldverður í Split
  • 3 hádegisverðir
  • Þjórfé fyrir bílstjóra & staðar leiðsögumanns
Fararstjóri

Snorri Guðmundsson

Snorri er Reykvíkingur, en hefur búið í Skotlandi síðan 2002. Hann stofnaði ferðaþjónustufyrirtækið Scot Walks Ltd (Skotgöngu) árið 2008 ásamt eiginkonu sinni, Ingu Geirsdóttur. Snorri er menntaður tölvunarfræðingur og starfar sem slíkur en er einnig framkvæmdastjóri Skotgöngu. Snorri hefur ávallt haft ástríðu fyrir ferðalögum og hefur einnig sérlegan áhuga á sögu & menningu, gönguferðum í óspilltri náttúru, knattspyrnu, tónlist, golfi og skosku maltviskíi.

Fararstjóri

Inga Geirsdóttir

Inga er frá Eskifirði, bjó í Reykjavík um árabil en flutti til Skotlands árið 2003. Þar hóf hún fljótlega að bjóða vinkonum sínum í göngur um skosku Hálöndin. Það vatt hratt upp á sig og í dag leiðir hún ásamt fjölskyldu sinni hópferðir vítt og breitt um Bretland, Írland, Austurríki, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Spán. Inga er mikill húmoristi og þykir ekkert skemmtilegra en að vera með hópunum sínum.

Algengar spurningar

Þó að við getum aldrei treyst á veðrið, er lok september talinn vera frábær tími fyrir gönguferðir í Króatíu með meðalhita um 18-23 °.

Göngustígar eru mismunandi eftir dagleiðum en yfirhöfuð erum við að ganga á breiðum malar- og moldarstígum. Einnig er gengið á malbiki að hluta fyrsta daginn til Makarska. Athugið að göngurnar eru grýttar á köflum.

Á tveimur dagleiðum er hægt að ganga hluta af leiðinni og eins er hægt að taka sér frídag hvenær sem er í ferðinni.

Medora Auri Family Beach Resort**** (6 nætur)

Hotel Medora er glæsilegt hótel við ströndina í Podgora. Hótelið býður upp á upphitaða
útisundlaug, heilsulind, líkamsrækt, veitingastað og bar.

Herbergin eru snyrtileg með svölum, baðherbergi með sturtu, skrifborði, sjónvarpi,
öryggishólfi, ísskápi, loftkælingu, te og kaffi aðstöðu og hárblásara.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu.

 

AC Split Marriott**** (1 nótt)

Hótelið býður upp á innisundlaug, líkamsrækt, veitingastað, bar og heilsulind.
Hótelið er staðsett í aðeins 10 mín göngu frá helstu kennileitum borgarinnar.

Herbergin eru með baðherbergi með sturtu, sjónvarpi, öryggishólfi, loftkælingu, te og kaffi aðstöðu og hárblásara.

Hótelið býður upp á frítt internet.

Því miður er ekki hægt að vera 3 saman í herbergi. Þau sem ferðast 3 saman geta sent inn beiðni um að fá herbergi hlið við hlið.

Skotganga (Scot Walks Ltd) er ferðaþjónustufyrirtæki í Skotlandi, UK.

Það er því miður ekki lengur möguleiki að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun með Icelandair og VITA. Þeir sem vilja nota vildarpunkta geta valið að kaupa flug á eigin vegum.

Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað í, er ekki hægt að fá endurgreiðslu á innáborgun né færa innáborgun yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu.

Lokagreiðsla á ferð er 10 vikum fyrir brottför. Þátttakendur munu fá tilkynningu þegar kemur að lokagreiðslu.