Á víkingaslóðir (9. ágú)

Lengd ferðar

8 nætur

Sætafjöldi

46

Flugfélag

Icelandair

Rútuferð

Á víkingaslóðir (9. ágú)

9. - 17. ágúst 2025

Í þessari ferð kynnum við okkur sögu víkinga á Írlandi og Englandi og fetum í fótspor Egils Skallagrímssonar og Þórólfs bróður hans sem börðust við hlið Aðalsteins Englandskonungs í bardaganum við Vínheiði 937.

Sögufrægar minjar frá öðrum tímum verða einnig skoðaðar, svo sem grafhýsi frá steinöld (Newgrange) á Írlandi og rómverska virkið Vindolanda við Hadrian’s Wall í Norður Englandi.

Þá verður einnig frjáls tími til að skoða sig um í Dublin og York, auk þess sem við heimsækjum einn fallegasta stað Englands, Windermere í Vatnahéraðinu.


Herbergi

Verð fyrir einstakling með flugi

Almennt verð £2,930.00
Almennt verð Sölu verð £2,930.00
Innáborgun: £300.00


Flug

Þú hefur valið að taka þátt í hópbókun. Innifalið í flugi er ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg. Vinsamlegast athugið að hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Ekki er hægt að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun.

Almennt verð £2,930.00
Almennt verð Sölu verð £2,930.00
Innáborgun: £300.00


Farþegi 1
Almennt verð £2,930.00
Almennt verð Sölu verð £2,930.00
Innáborgun: £300.00
Herbergi
Flug

How often?

Subscribe to get regular deliveries of this product

Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)
Á víkingaslóðir (9. ágú)

Ferðaáætlun

Menningar- og skemmtiferð til Írlands, Wales & Englands

Flug FI416 til Dublin. Brottför 09:40, lending 13:15. Fararstjórar taka á móti hópnum í Dublin og ekið er í Dublinia safnið þar sem hægt er að kynna sér víkinga- og miðaldasögu Dublin. Einnig skoðum við Christ Church dómkirkjuna sem er við hliðina á Dublinia safninu. Ökum síðan á gististaðinn og svo tekur við frjáls tími síðdegis. Gist er á Holiday Inn Express í Dublin fyrstu 3 næturnar.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

2 & ½ tími
Hádegis- & kvöldverður

Hópum skipt upp í tvennt.

Hópur 1: Skoðunarferð 9:00 – 17:30

Staðir heimsóttir í ferðinni: Trinity College í Dublin. Hefur að geyma dýrgripinn Book of Kells sem skrifuð var á eyjunni helgu, Iona í Skotlandi á 8. öld. Til að koma í veg fyrir að bókinni yrði rænt af víkingum var henni forðað til Írlands, Newgrange (5.200 ára grafhýsi frá steinöld), Hill of Tara (krýningarstaður írskra konunga til forna) og Trim kastali - tólftu aldar kastali í County Meath og einn af tökustöðum Braveheart myndarinnar.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

Hópur 2: Frjáls dagur og kvöld í Dublin.

3 tímar (hópur 1)
Kvöldverður (hópur 1)

Hópur 1: Frjáls dagur og kvöld í Dublin.

Hópur 2: Skoðunarferð 9:00 – 17:30 (Trinity College, Newgrange, Hill of Tara, Trim kastali).

3 tímar (hópur 2)
Kvöldverður (hópur 2)

Tékkað út af hótelinu og ekið að ferjuhöfninni í Dublin. Siglt til Holyhead í Wales. Ekið til Beaumaris á Anglesey. Þar verður frjáls tími til að skoða sig um í bænum og snæða hádegisverð. Að því loknu er ekið til Chester þar sem við gistum næstu nótt á Leonardo Hotel.

Sameiginlegur kvöldverður.

3 & ½ tími
Kvöldverður

The Battle of Brunanburh (nefnd orrustan á Vínheiði í Egils sögu) var háð árið 937 þar sem her Aðalsteins Englandskonungs atti kappi við sameinaðan her Ólafs Dyflinnarkonungs, Constantine II Skotlandskonungs og Owain konungs Strathclyde. Bræðurnir Egill og Þórólfur Skallagrímssynir börðust þar í her Aðalsteins. Þessi bardagi þykir einn sá mikilvægasti í sögu Bretlandseyja. Skiptar skoðanir eru um staðsetningu orrustunnar, en vinsælasta kenningin er sú að hún hafi verið háð á Wirral skaga. Við munum aka um skagann og velta fyrir okkur vænlegum bardagastöðum.

Síðan tökum við stefnuna norður á bóginn og ökum til Vatnahéraðsins (Lake District), en þar munum við gista næstu 2 nætur í Bowness-on-Windermere. Bowness er afar fallegur bær við Lake Windermere sem er stærsta stöðuvatn Englands.

Síðdegis er farið í klukkutíma siglingu um Lake Windermere. Boðið verður upp á kampavínsglas um borð.

Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu.

2 & ½ tímar
Kvöldverður

Frjáls dagur til að skoða sig um og njóta lífsins í Bowness og nágrenni. Hægt að fara í gönguferð á útsýnisstaðinn Orrest Head, skoða The World of Beatrix Potter, heimsækja Hole in t‘ Wall (krá frá árinu 1612 sem var í miklu uppáhaldi hjá Charles Dickens) og margt fleira.

Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu.

Kvöldverður

Kveðjum Vatnahéraðið og tökum stefnuna á Hadrian’s Wall, sem er veggur sem byggður var af Rómverjum 122 - 128AD og markaði landamæri Rómaveldis í Bretlandi. Þar skoðum við rómverska virkið Vindolanda og kynnum okkur sögu Rómverja á svæðinu og byggingu Hadrian’s Wall.

Boðið upp á hádegisverð skammt frá safninu. Ökum þaðan til York þar sem gist verður síðustu 2 nætur ferðarinnar.

Sameiginlegur kvöldverður á hóteli.

4 tímar
Hádegis- & kvöldverður

Göngum frá hótelinu að JORVIK Viking Centre þar sem við kynnum okkur víkingasögu borgarinnar. Síðan tekur við frjáls tími í borginni, þar sem þið getið skoðað það fjölmarga sem York hefur upp á að bjóða, svo sem dómkirkjuna Yorkminster, Clifford‘s Tower, Borgarmúrana, The Shambles (ein best varðveitta miðalda verslunargata í Evrópu) ofl. ofl.

Ekið til Manchester flugvallar. Flug FI441 kl. 13:05 og lent kl. 14:50.

2 tímar
2 tímar & 45 mín

Hvað er innifalið

  • Áætlunarflug með Icelandair KEF-DUB
  • Áætunarflug með Icelandair MAN-KEF
  • Ein taska max 23 kg & 10 kg handfarangur
  • Flugvallarskattar
  • Gisting með morgunverði í 8 nætur
  • Allur akstur skv. dagskrá
  • 6 kvöldverðir
  • 1 hádegisverður
  • Kampavínssigling á Lake Vindermere
  • Allur akstur skv. dagskrá
  • Ferjusigling Dublin – Holyhead
  • Aðgangseyrir í Dublinia
  • Aðgangseyrir í Christ Church
  • Aðgangseyrir í Newgrange
  • Aðgangseyrir í Trinity College
  • Aðgangseyrir í Jorvik Viking Centre
  • Aððgangseyrir í Vindolanda
  • Íslensk fararstjórn
  • Skattar & lögboðin tryggingagjöld í UK

Ekki innifalið

  • Ferðatryggingar
  • 8 hádegisverðir
  • 2 kvöldverðir
  • Drykkir með mat
  • Þjórfé fyrir rútubílstjóra
Fararstjóri

Snorri Guðmundsson

Snorri er Reykvíkingur, en hefur búið í Skotlandi síðan 2002. Hann stofnaði ferðaþjónustufyrirtækið Scot Walks Ltd (Skotgöngu) árið 2008 ásamt eiginkonu sinni, Ingu Geirsdóttur. Snorri er menntaður tölvunarfræðingur og starfar sem slíkur en er einnig framkvæmdastjóri Skotgöngu. Snorri hefur ávallt haft ástríðu fyrir ferðalögum og hefur einnig sérlegan áhuga á sögu & menningu, gönguferðum í óspilltri náttúru, knattspyrnu, tónlist, golfi og skosku maltviskíi.

Fararstjóri

Inga Geirsdóttir

Inga er frá Eskifirði, bjó í Reykjavík um árabil en flutti til Skotlands árið 2003. Þar hóf hún fljótlega að bjóða vinkonum sínum í göngur um skosku Hálöndin. Það vatt hratt upp á sig og í dag leiðir hún ásamt fjölskyldu sinni hópferðir vítt og breitt um Bretland, Írland, Austurríki, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Spán. Inga er mikill húmoristi og þykir ekkert skemmtilegra en að vera með hópunum sínum.

Algengar spurningar

Þó að við getum aldrei treyst á veðrið, er ágúst oftast heitasti tíminn á Bretlandseyjum og Írlandi með meðalhita um 19- 21°.

Þeir sem eru að ferðast í hóp mega gjarnan láta okkur vita við fyrsta tækifæri til að tryggja að þið eruð í sama hóp í skoðunarferðinni í Dublin.  Eins er hægt að senda okkur beiðni ef annar dagurinn hentar betur í skoðunarferð.

Við göngum ekki mikið og erum yfirleitt á mjög greiðfæru undirlagi en áreynslan er meiri af því að sitja í rútunni og mikilvægt að geta hreyft ökklana. Þá er gott að vera á lágum gönguskóm/íþróttaskóm sem lofta. Sterklegir gönguskór eru því óþarfi, frekar léttir og lágir skór, sem hrinda eitthvað frá sér bleytu.

Þeir sem eiga erfitt með gang skulu upplýsa okkur við fyrsta tækifæri þ.a. við getum sent inn beiðni á gististaði.

Skotganga (Scot Walks Ltd) er ferðaþjónustufyrirtæki í Skotlandi, UK.

Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað í, er ekki hægt að fá endurgreiðslu á innáborgun né færa innáborgun yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu.

Það er því miður ekki lengur möguleiki að nota vildarpunkta og gjafabréf í hópbókun með Icelandair. Þeir sem vilja nota vildarpunkta geta valið að kaupa sitt flug sjálfir á heimasíðu Icelandair. 

Þátttaka í hópbókun krefst að minnsta kosti 10 farþega. Ef lámarksþáttaka næst ekki, gilda reglur og skilyrði hópsins ekki lengur.

Farangursheimild, ein taska sem vegur 23 kg og handfarangur 10 kg er innifalin.Hópurinn þarf að hefja ferð saman en farþegar geta breytt heimför gegn breytingargjaldi. Breyting verður að gerast áður en flugmiði er gefinn út.

Ef þátttakandi bókar ferðina með röngu nafni, getur Icelandair krafist nafnabreytingar gegn ákveðnu gjaldi.

Þar sem um hópbókun er að ræða þurfa allar breytingar og aðrar fyrirspurnir varðandi flug að fara í gegnum Skotgöngu.

Hægt er að kaupa flugið út í hópbókun en ekki er hægt að kaupa flug fyrir heimferð eingöngu. Hægt er að tala við ferðaskrifstofuna (Skotgöngu) með breytingu á heimferð frá öðru landi í þeim tilfellum sem fólk er að ferðast annað eftir ferðina.

Lokagreiðsla á ferð er 10 vikum fyrir brottför. Þátttakendur munu fá tilkynningu þegar kemur að lokagreiðslu.