Your Windermere Way (1. júl) Trip

Gönguferð

Windermere Way (1. júl)

1. - 8. júlí 2025
Windermere Way er stórfengleg gönguleið í kringum Lake Windermere, stærsta stöðuvatn Englands, í hjarta Vatnahéraðsins (Lake District).

Vatnahéraðið er í fjalllendi í norðvesturhluta Englands og nýtur gríðarlegra vinsælda meðal ferðamanna og útivistarfólks, enda af mörgum talið fegursta svæði landsins. Þar er að finna hæstu fjöll og stærstu og dýpstu vötn Englands.
Ertu með spurningu um ferðina?

Hér getur þú sent okkur skilaboð

Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)
Windermere Way (1. júl)

Itinerary

Hvað er innifalið

  • Áætlunarflug með Icelandair KEF-GLA
  • Áætlunarflug með Icelandair MAN-KEF
  • Ein taska max 23 kg & 10 kg handfarangur
  • Flugvallarskattar
  • Gisting í 7 nætur með morgunverði
  • 3 kvöldverðir
  • Allur akstur samkvæmt dagskrá
  • Nesti á göngudögum
  • Ferjur
  • Íslensk fararstjórn
  • Skattar & lögboðin tryggingagjöld í UK

Ekki innifalið

  • 4 kvöldverðir
  • 3 hádegisverðir
  • Drykkir með mat
  • Ferðatryggingar
Fararstjóri

Snorri Guðmundsson

Snorri er Reykvíkingur, en hefur búið í Skotlandi síðan 2002. Hann stofnaði ferðaþjónustufyrirtækið Scot Walks Ltd (Skotgöngu) árið 2008 ásamt eiginkonu sinni, Ingu Geirsdóttur. Snorri er menntaður tölvunarfræðingur og starfar sem slíkur en er einnig framkvæmdastjóri Skotgöngu. Snorri hefur ávallt haft ástríðu fyrir ferðalögum og hefur einnig sérlegan áhuga á sögu & menningu, gönguferðum í óspilltri náttúru, knattspyrnu, tónlist, golfi og skosku maltviskíi.

Fararstjóri

Inga Geirsdóttir

Inga er frá Eskifirði, bjó í Reykjavík um árabil en flutti til Skotlands árið 2003. Þar hóf hún fljótlega að bjóða vinkonum sínum í göngur um skosku Hálöndin. Það vatt hratt upp á sig og í dag leiðir hún ásamt fjölskyldu sinni hópferðir vítt og breitt um Bretland, Írland, Austurríki, Slóveníu, Króatíu, Ítalíu og Spán. Inga er mikill húmoristi og þykir ekkert skemmtilegra en að vera með hópunum sínum.

FAQs