Ferðin mín

Heilsueflandi dagskrá með fræðslu til að bæta heilsu kvenna. Tilvalin ferð fyrir þær sem eru með vefjagigt og tengda sjúkdóma. Gleði og glens er stór hluti af dagskránni því að það bætir, hressir og kætir ásamt því að gera þig fallega og hraustlega. Gist er á Spring Hotel Vulcano & up! á Amerísku ströndinni.
Ertu með spurningu um ferðina?

Hér getur þú sent okkur skilaboð

Ferðaáætlun

Heilsubúst, gleði, sól og nærandi samvera fyrir konur

10:00- 16:25  Flug FI580 með Icelandair til Tenerife

Sigrún og Inga verða samferða þeim sem vilja gegnum Leifsstöð og út í flugvél.  Inga Geirs tekur svo á móti hópnum á Tenerife flugvelli og keyrt er á hótel (ca. 20 mín). 

19:00- 19:30  Kynningarfundur á barnum

19:30- 21:30  Sameigilegur kvöldverður

09:00- 11:15  Námskeið (Niður með streituna – Allir saman í hóp)

1.1. Þjálfun og fræðsla fyrir líkama og sál: Byrjum daginn með léttum spennulosandi æfingum, vöðvateygjum og hugleiðslu.

1.2. Fræðsla: Vertu meðvituð um líkamann þinn. Sigrún og Ingibjörg munu fjalla um hvernig of mikil streita getur truflað huga og líkama og veikt hann. Farið verður yfir hvernig líkaminn bregst við stöðugu streituástandi og hvernig maður getur lært að nema streitumerki líkamans og bregðast við þeim (SB og IEI).

13:30- 15:00  Ganga - kynningarganga ca. 3 km (IG)

Hópurinn hittist í móttökunni og fer með Ingu Geirs í kynningargöngu.

09:00- 11:15  Námskeið (Létt í fasi - hópaskipting)

2.1. Samþætt fræðsla og æfingar: Hreyfum okkur léttar í fasi, gerum vöðva og liði mjúka, berum okkur vel og göngum léttar í spori út í daginn (SB)

2.2. Fræðsla og slökun: Léttleiki hugans - Förum yfir áhrif hugarfars á vellíðan og hamingju. Slökun/jóga nidra (IEI).

13:00- 17:00  Ganga – Canadas þjóðgarðurinn (4 km)

Ekið frá hóteli í ca. klukkutíma til Parador þar sem verður boðið upp á göngu með Ingu Geirs fyrir þær sem vilja. Aðrar geta haft það huggulegt á veitingastaðnum og rölt um nágrennið.

09:00- 11:15  Námskeið (Verum saman í núinu – Allir saman)

Strandgata með fræðslu og eflandi æfingum.

Frjáls dagur – njótið dagsins!

Tilvalið að slaka á og njóta aðstöðunar við hótelið, rölta meðfram ströndinni eða kíkja í verslanir. Á Playa de las Americas svæðinu má finna fjölda verslana á “Laugarveginum” Avenida de Las Américas. Á Costa Adeje svæðinu er fjöldi verslana í El Duque og Gran Sur verslunarkjörnunum, m.a. fataverslanir og barnafataverslanir. Í Siam Mall verslunarmiðstöðinni er að finna allar helstu tískuvöruverslanirnar.

09:00- 11:15  Námskeið (Jafnvægi, styrkur og stöðuleiki - hópaskipting)

5.1. Samþætt fræðsla og æfingar:  Áhersla á mikilvægi styrks, stöðugleika og jafnvægis fyrir líkamlega heilsu.
Allt sem þú gerir sem er gott fyrir líkamann telur – lærðu að setja það inn í daglegt líf (SB).

5.2. Fræðsla og slökun: Jafnvægi í daglegu lífi- Jafnvægi milli virkni og hvíldar. Ræðum um ýmsar leiðir til að hvíla og hlaða batteríin. Slökun/jóga nidra (IEI)

11:30-18:00  Ganga – Puerto de La Cruz (2 km)

Ekið frá hóteli í ca. 90 mínútur til Puerto de La Cruz. Þar er frjáls tími í hádegisverð og svo gönguferð um svæðið.

09:00- 11:15  Námskeið (Minn líkami, mín sál, hvað þarf ég? - hópaskipting)

6.1. Samþætt fræðsla og æfingar: Þekktu líkamann þinn, hlustaðu á boð hans, hlúðu að honum. Það getur enginn elft líkamlega heilsu þína nema þú sjálf. Það er til einföld hjálp J (SB)

6.2. Fræðsla og slökun: Hlúum að okkur og setjum okkur í forgang- Rætt um sjálfsgóðvild og mikilvægi sjálfsumönnunar. Slökun/jóga nidra (IEI).

11:30-15:00   Ganga – Los Cristianos (3- 6 km)

Létt ganga frá hóteli til Los Cristianos. Þar er frjáls tími í hádegisverð, hægt að skoða sig um og fara á markaðinn.

07:00- 10:00  Morgunverður

11:30- 12:00  Tékkað út af herbergjum

14:00- 14:20  Rúta frá hóteli á flugvöll

17:25- 21:55  Flug FI581 með Icelandair - flugtími 5 og ½ tími

Hvað er innifalið

    Ekki innifalið

      Algengar spurningar

      Á Tenerife er hitastigið nokkuð jafnt allt árið. Í apríl er meðal­hit­inn á suðurhluta Tenerife um  23°C. 

      Spring Hotel Vulcano & up! er staðsett á Amerísku ströndinni, á rólegri götu en örstutt frá aðalverslunargötunni, Laugarveginum (Avenida de Las Américas).

      Heimilisfang Hotel Vulcano

      Av. Antonio Dominguez, 8, 38650 Santa Cruz de Tenerife, Spain

      Hótelið er ný uppgert, sérstaklega heillandi og fallegt, blómum prýtt með mörgum huggulegum svæðum til samveru og spjalls.

      Herbergin eru snyrtileg og rúmgóð með baðherbergi, sjónvarpi, síma, hárblásara, ísskápi, öryggishólfi (gegn gjaldi), loftræstingu og rúmgóðar svalir eða verönd.

      Á hótelinu er góð sundlaug með sólbaðsaðstöðu, heilsulind með aðgang að fjöldan allan af heilsumeðferðum, heitum potti og gufubaði. Líkamsrækt, tennisvöllur og hárgreiðslustofa eru einnig á hótelinu. Þá er eins bar við sundlaugina með fallegu útsýni.

      Hótelið býður upp á hálft fæði (morgun- og kvöldverð) sem er innifalið í verði. Boðið er upp á flott hlaðborð þar sem allar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

      Ókeypis wifi er á öllu hótelinu fyrir gesti. Skemmtidagskrá er á kvöldin.

      Þær sem hafa áhuga á að uppfæra herbergi geta gert það gegn aukagjaldi.

      Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað, er ekki hægt að færa innáborgunina yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu þar sem innáborgun á ferð er óafturkræf.

      Vegabréf – passa að kanna gildistíma tímanlega fyrir flug.

      Flugmiða – flugmiðar verða sendir á netföngin ykkar frá Skotgöngu.

      Leyninúmeri (PIN) fyrir kredit/debet kort – ATH Geymið ekki númerið hjá kortunum

      Evrópsku sjúkratryggingakorti - umsókn og upplýsingar er að finna á vefslóðinni: http://www.sjukra.is eða í síma 515-0000 (kortið gildir í 3 ár).

      Vinsamlegast athugið að þetta kort kemur ekki í staðinn fyrir ferðatryggingu.

      Lyf – ef einhver eru (passa að hafa þau í handfarangri í flugi).  

      Fatnaður – léttir gönguskór, derhúfa/höfuðfat, ýmis fatnaður, íþróttaskór & sandalar, léttur regnfatnaður og sundföt. 

      Annað – sólgleraugu, sólarvörn & aftersun, mittisbudda/innáveski, skrifblokk & penna, strandhandklæði, sjal/teppi/peysa til að breiða yfir sig í slökuninni og góða skapið.

      Við mælum með að hafa með einhvern gjaldeyri í ferðina (evrur). 

      Þegar reikningar fara yfir ákveðna upphæð þá kemur stundum fyrir að færslan er stoppuð eins og úttektarheimild sé ekki fyrir henni. Flestir bankar eru með eins konar "áhættuþröskuld" á greiðslum, þannig að það þarf að taka hann af tímabundið til að greiðsla gengi í gegn. Svo ef þið lendið í vandræðum með að greiða þá hringið þið í bankann ykkar og látið vita að þið séuð að reyna að greiða reikning til UK og þá opnar bankinn á færsluna.

      Við sjáum ekki um að bóka farþega í ákveðin flugsæti en sendum nafnalista til Icelandair ásamt beiðni að þeir sem eru saman í herbergi sitji saman í vélinni.

      Vinsamlegast athugið að sætisóskir eru um beiðni að ræða, ekki bókað eða staðfest sæti. Ef vélarbreyting verður skömmu fyrir brottför geta sætisóskir færst til og breyst.

      Hægt er að fara inn á vef Icelandair 24 tímum fyrir brottför og innrita sig með bókunarnúmeri. Þá er hægt að skoða hvort hægt sé að velja ný sæti.

      Vegna persónuverndar er ekki sendur út þátttökulisti á farþega. Aftur á móti þá munum við gera lokaða Facebook síðu fyrir ferðina og þar er ykkur frjálst að gerast meðlimir. Þar getið þið séð ferðafélaga ykkur, sent inn spurningar og deilt myndum í ferðinni.