Boðið verður upp á fræðslu og samverustundir þar sem tækifæri gefst í til að spjalla um Jane og verk hennar. Einnig heimsækjum við marga heillandi staði, m.a. Jane Austen House, Highclare kastala (Downtown Abbey), Stonehenge og Jane Austen Center.
Ertu með spurningu um ferðina?
Hér getur þú sent okkur skilaboð
Ferðaáætlun
Einstök dömuferð til Englands og inn í sagnaheim Jane
Flug FI450 til London Heathrow. Brottför 07:40, lending 11:55. Kristín Linda flýgur með hópnum út og Inga tekur á móti hópnum á London Heathrow. Ekið er á Holiday Inn Winchester þar sem gist er fyrstu 4 næturnar.
Eftir komu á hótel verður boðið upp á léttar veitingar í sal á hóteli. Þar mun Kristín Linda vera með kynningu og spjall um ævi Jane Austen.
Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 19:00.
Morgunverður á hóteli milli 06:30 og 09:00.
Milli 09:00 og 11:00 er samvera og fræðsla í sal á hótelinu þar sem rætt verður um skáldsögur Jane Austen. Bækur hennar eru nú rösklega 200 ára og enn víðlesnar og hafa þrjár þeirra verið þýddar á íslensku, síðast Aðgát og örlyndi sem er kom út 2022.
Kl. 11:15 er farið með rútu að að Winchester Cathedral. Við skoðum dómkirkjuna, en undir gólfi kirkjunnar hvílir Jane Austen. Í kirkjunni má einnig finna fallegan minningarskjöld um Jane. Eftir heimsóknina göngum við saman að húsinu sem Jane Austen bjó í síðustu mánuði ævi sinnar. Síðan er frjáls tími í Winchester til að fara í hádegisverð, skoða sig um og kíkja í verslanir.
Kl. 16:30 er ekið með rútu aftur á hótel en þær sem vilja vera lengur í bænum geta tekið leigubíl heim á hótel (ca. 6 mín akstur).
Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 19:00.
Morgunverður á hóteli milli 07:30 og 09:30.
Kl. 09:45 er ekið frá hóteli að hinum mikilfenglega Highclare Castle sögusvið Downtown Abbey. Frjáls tími milli 10:30- 13:30 til að skoða sig um kastalann og umhverfið, fara í hádegisverð og kíkja í gjafavöruverslanir.
Eftir það er ekið til Steventon, þar sem Jane Austen fæddist. Við förum að St. Nicholas kirkjunni þar sem Georg Austen faðir Jane var prestur þegar hún var að alast upp og skoðum okkur um þar.
Þegar komið er á hótel verður vinnustofa í sal á hótelinu milli 15:00 og 17:00. Farið verður nákvæmlega í gegnum hvernig er snjallt að stofna skemmtilega og gefandi bókaklúbba sem geta orðið dýrmætur vinkvennahópur þegar árin líða.
Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 19:00.
Ekið til Alton þar sem verður frjáls tími til að fara í hádegisverð og skoða sig um í bænum.
Frjáls tími til kl. 13:00 og þá er ekið að Jane Austen House í Chawton þar sem Jane bjó í 8 ár og þar skrifaði hún og lét gefa út allar sex skáldsögur sínar. Nú er glæsilegt safn um hana í þessu húsi sem fyrrum var heimili hennar. Hópurinn er bókaður í heimsókn kl. 13:30.
Kl. 15:30 er ekið aftur heim á hótel og þar verður samvera og vinnustofa milli 16:00 og 18:00. Þar verður upp á stofnun bókaklúbba undir handleiðslu Kristínar Lindu fyrir allar þær sem þess óska og klúbbarnir leiddir af stað.
Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 19:00.
Morgunverður á hóteli milli 06:30 og 09:00.
Tékkað út af hóteli og kl. 09:00 er ekið af stað til Bath með viðkomu í Stonehenge og Lackock.
Milli 10:00 og 13:00 er frjáls tími til í Stonehenge. Við byrjum á því að ganga saman að rútunum sem aka að steinahringjunum. Síðan er frjáls tími til að skða sig þar um, skoða safnið, kíkja í gjafavöruverslunina og fá sér hádegisverð.
Eftir það er ekið til Lacock, sem er m.a. þekktur fyrir að vera tökustaður fyrir Downtown Abbey og Pride & Prejucice (Hroki og hleypidómar). Frjáls tími til að rölta þar um.
Síðan er ekið til Bath en þar verður gist á APEX Hotel Bath síðustu 3 næturnar.
Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 19:00.
Morgunverður á hóteli milli 07:00 og 09:30.
Kl. 09:40 hittumst við í móttöku hótelsins og röltum saman að Jane Austen Centre (ca. 10 mín í göngu).
Þar verður hópnum skipt upp í tvennt:
Hópur 1 - Kl. 10:00 er heimsókn í Jane Austen Centre. Kl. 11:15 er söguganga um Bath
Hópur 2 - Kl. 10:00 er söguganga um Bath. Kl. 11:15 er heimsókn í Jane Austen Centre.
Kl. 15:00 er boðið upp á Afternoon Tea á hóteli.
Morgunverður á hóteli milli 07:00 og 10:15.
Frjáls dagur í Bath. Tilvalið að heimsækja The Roman Baths sem er einn af vinsælustu viðkomustöðum á svæðinu.
Bath er á heimsminjaskrá UNESCO frá 1987 og hlaut aðra skráningu fyrir sín fjölmörgu og einstöku böð árið 2021. Bath er því einstök borg að heimsækja nú á tímum sem fyrr.
Sameiginlegur kvöldverður á hóteli kl. 19:00.
Morgunverður á hóteli milli 07:00 og 08:00.
Kl. 08:00 er rúta frá hóteli á London Heathrow. Flug FI451 kl. 13:50 og lent kl. 15:15.
Hvað er innifalið
Ekki innifalið
Algengar spurningar
Þó að við getum aldrei treyst á veðrið, er maí talinn vera frábær tími til að heimsækja Bath og Winchester, með meðalhita um 7-16°.
Vegabréf – passa að kanna gildistíma tímanlega fyrir flug.
Flugmiða – flugmiðar verða sendir á netföngin ykkar frá Skotgöngu.
Fatnaður – fatnaður af ýmsum toga, fínni föt og hatta eða skraut í hárið fyrir Afternoon Tea, eins er hægt að kaupa hatta eða skraut í hárið í ferðinni fyrir teboðið.
Breska kló – breytikló EURO í UK (gott að hafa tvær meðferðis). Þær sem eiga ekki breytikló geta keypt þær m.a. í ELKO.
Sundföt – fyrir þær sem vilja nýta sér heilsulindir á hótelunum og/eða heimsækja Thermae Bath Spa (fjögurra hæða SPA höll með sundlaug uppi á þaki, þaðan er stórkostlegt útsýni yfir borgina).
Litla regnhlíf – en eins hægt að kaupa sér ódýrar regnhlífar úti.
Annað – Góða skapið.
Við mælum með að hafa með einhvern gjaldeyri (pund) í ferðina. T.d. söfnum við saman þjórfé fyrir bílstjóra í lok ferðar (£10 á mann).
Ef þið eigið gjaldeyri heima, þá þarf að passa að koma ekki út með seðla sem eru ekki lengur í gildi í UK. Þ.a. ef þið eruð með gamla seðla (bréfpeninga) þá er best að fara með þá í viðskipabankann ykkar og athuga hvort þið getið fengið nýja seðla (plastseðla).
Eins hafa einhverjir gestir náð að skipta gömlum seðlum á Keflavíkurflugvelli.
Holiday Inn Winchester****
Heimilisfang: Morn hill caravan club site, Telegraph Way, Winchester SO21 1HZ
Fyrstu 4 næturnar er gist á Holiday Inn Winchester, í hinni fallegu sveit Hamshrire. Hótelið er í 3 km fjarlægð frá miðbæ Winchester (ca. 7 mín akstur).
APEX City of Bath**** (3 nætur)
Heimilisfang: 2-8 South Parade, Bath BA2 4AB
Síðustu 3 nætur er gist á APEX City of Bath sem er í stuttu göngufæri við helstu kennileitum borgarinnar.
Holiday Inn Winchester****
Á hótelinu er veitingastaður, bar, fundarherbergi, líkamsrækt og heilsulind. Herbergin eru rúmgóð með baðherbergi með sturtu, skrifborði, sjónvarpi, loftkælingu, straujárni & strauborði, hárþurrku og te & kaffi aðstöðu.
24 tíma herbergisþjónusta er eins í boði.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu.
APEX City of Bath****
Á hótelinu er veitingastaður, bar, innisundlaug, líkamsrækt og heilsulind. Falleg herbergi með baðherbergi með sturtu, skrifborði, sjónvarpi, loftkælingu, öryggishólfi, hárblásara, straujárni & strauborði og te & kaffi aðstöðu.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu.
Vegna BREXIT eru reikisamningar ekki lengur í gildi milli Íslands og Bretlands og nauðsynlegt að útvega sér Ferðapakka Vodafone, Símans eða samsvarandi þjónustu hjá viðeigandi símafyrirtækjum fyrir brottför ef nota á netið í símanum utan hótela. Það má gera með símtali eða í gegnum netspjall við símafyrirtæki sitt.
Þær sem eru saman í herbergi verða settar í sama hóp í heimsókninni í Jane Austen Centre og sögugöngunni um Bath. Ef það eru fleiri að ferðast saman þá má gjarnan láta okkur vita við fyrsta tækifæri og við pössum að hafa ykkur saman.
Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað í, er ekki hægt að fá endurgreiðslu á innáborgun né færa innáborgun yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu.
Þegar reikningar fara yfir ákveðna upphæð þá kemur stundum fyrir að færslan er stoppuð eins og úttektarheimild sé ekki fyrir henni. Flestir bankar eru með eins konar "áhættuþröskuld" á greiðslum, þannig að það þarf að taka hann af tímabundið til að greiðsla gengi í gegn. Svo ef þið lendið í vandræðum með að greiða þá hringið þið í bankann ykkar og látið vita að þið séuð að reyna að greiða reikning til UK og þá opnar bankinn á færsluna.
Við sjáum ekki um að bóka farþega í ákveðin flugsæti en sendum nafnalista til Icelandair ásamt beiðni að þeir sem eru saman í herbergi sitji saman í vélinni.
Vinsamlegast athugið að sætisóskir eru um beiðni að ræða, ekki bókað eða staðfest sæti. Ef vélarbreyting verður skömmu fyrir brottför geta sætisóskir færst til og breyst.
Hægt er að fara inn á vef Icelandair 24 tímum fyrir brottför og innrita sig með bókunarnúmeri. Þá er hægt að skoða hvort hægt sé að velja ný sæti.
Vegna persónuverndar er ekki sendur út þátttökulisti á farþega. Aftur á móti þá munum við gera lokaða Facebook síðu fyrir ferðina og þar er ykkur frjálst að gerast meðlimir. Þar getið þið séð ferðafélaga ykkur, sent inn spurningar og deilt myndum í ferðinni.