Ertu með spurningu um ferðina?
Hér getur þú sent okkur skilaboð
Ferðaáætlun
Gönguferð í Slóveníu og Alpafjöllum Austurríkis
Flug FI532 með Icelandair klukkan 07:20 og lent í München klukkan 13:05. Frarstjórar taka á móti hópnum á München flugvelli og við tekur akstur til Bled í Slóveníu og gist fyrstu 3 nætur á Hotel Park****.
Kvöldverður á milli kl. 19:00 og 21:00.
Morgunverður frá kl. 07:00 – 09:00.
Lagt af stað í göngu kl. 09:00 og í dag er gegið í kringum Bled vatnið (Bled 360). Stórkostlegir útsýnisstaðir við vatnið. Heimsækjum einnig Bled kastala og skoðum hann. Í lok göngu verður boðið upp á hádegisverð. Frjáls tími í Bled eftir hádegi.
Kvöldverður á milli kl. 19:00 og 21:00.
Morgunverður frá kl. 07:00 – 09:00.
Kl. 09:00 er ekið af stað til Bohinj vatns (ca. 40 mín). Tökum kláf upp í 1534 m hæð og síðan skíðalyftu up í 1.680 m hæð. Þar tekur við valfrjáls ganga í 2 klst. Þeir sem vilja geta farið í fjallgöngu upp á top Sija (1,880 m) en hinir geta gengið styttra.
Snæðum hádegisverð í fjallaskála og tökum síðan kláfinn niður aftur. Á leið okkar til baka á hótelið stoppum við í bænum Ribecv Laz og skoðum okkur um og þar er eins hægt að vaða í Lake Bohinj fyrir þá sem vilja.
Kvöldverður á milli kl. 19:00 og 21:00.
Morgunverður frá kl. 07:00 – 09:00.
Tékkað út af hótelinu í Bled og kl. 09:00 er ekið til Lubljana, höfuðborgar Slóveníu (1 klst). Þar förum við í gönguferð með heimamanni um gamla miðbæinn. Síðan tekur við 2 klst sigling um síki borgarinnar. Borinn fram hefðbundinn slóvenskur hádegisverður í bátnum.
Að bátsferð lokinni er ekið til Wagrain, sem er 3.000 manna bær, 70 km suður af Salzburg. Þar munum við gista síðustu 4 nætur á Hotel Alpina****.
Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu kl. 19:30.
Morgunverður frá 07:30- 09:00.
Kl. 09:30 er gengin þægileg og ljúf hringleið frá hóteli. Gengið er í fagurgrænum hlíðum Wagrain og endað í miðbænum í hádegisverð.
Sameiginlegur kvöldveður á Lombardi Restaurant kl. 19:30.
Morgunverður frá 07:30- 09:00.
Kl. 09:00 er gengið frá hóteli að Grafenberg skíðakláfnum. Ferðin með kláfnum upp Grafenberg fjallið tekur um 20 mínútur og endar í 1.709 m hæð yfir sjávarmáli.
Við tekur ganga á Sonntagskogel (1.849 m) en þar er stórfenglegt útsýni til allra átta. Hádegisverður snæddur í fjallakofa á Grafenberg og síðan gengið niður fjallið til baka á hótelið.
Sameiginlegur kvöldverður á Prechtlstadl Restaurant kl. 19:30.
Morgunverður frá 07:30- 09:00.
Kl. 09:00 er ekið að upphafstað göngu (20 mín). Gengið þaðan til Tappenkarsee, sem er afar fallegt vatn í 1.726 m hæð. Snæðum hádegisverð í fjallakofa við vatnið áður en við höldum til baka.
Sameiginlegur kvöldveður á Lombardi Restaurant kl. 19:30.
Morgunverður kl. 07:00.
Kl. 07:30 er ekið frá Wagrain til München flugvallar. Flug FI533 klukkan 14:05 og lent klukkan 16:00.
Hvað er innifalið
Ekki innifalið
Algengar spurningar
Þó að við getum aldrei treyst á veðrið, er lok ágúst/byrjun september talinn vera frábær tími fyrir gönguferðir í Austurríki og Slóveníu með meðalhita um 18-25 °. Það má alltaf gera ráð fyrir einhverri rigningu.
Göngustígar eru mismunandi eftir dagleiðum en yfirhöfuð erum við að ganga á breiðum malar- og moldarstígum. Einnig er gengið á malbiki hringin í kringum Bled og köflum þegar gengið er inn í og úr bæjum. Athugið að göngurnar í Tappenkarsee og Vogel eru grýttar á köflum.
Það er hægt að ganga hluta af öllum dagleiðum nema Tappenkarsee. Eins er hægt að taka sér frídag hvenær sem er í ferðinni.
Hotel Park Bled**** (3 nætur)
Glæsilegt hótel við Bled vatnið í Slóveníu. Hótelið býður upp á upphitaða heilsulind með stórri innisundlaug og líkamsræktarstöð. Á veitingastað hótelsins er boðið upp hlaðborð.
Herbergin eru snyrtileg með svölum, baðherbergi með sturtu/baði, skrifborði, sjónvarpi, öryggishólfi, ísskápi, loftkælingu, náttslopp & inniskóm, te & kaffi aðstöðu og hárblásara.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu.
Hotel Alpina Wagrain**** (4 nætur)
Fjölskyldurekið hótel í 15 mín göngufæri frá miðbæ Wagrain. Á hótelinu er innisundlaug, heilsulind, líkamsrækt, veitingastaður og bar.
Herbergin eru snyrtileg með sér baðherbergi, skrifborði og sjónvarpi.
Hótelið býður upp á frítt internet.
Vegabréf – passa að kanna gildistíma tímanlega fyrir flug.
Flugmiða – flugmiðar verða sendir á netföngin ykkar frá Skotgöngu.
Leyninúmeri (PIN) fyrir kredit/debet kort – ATH Geymið ekki númerið hjá kortunum
Evrópska sjúkratryggingakortið - umsókn og upplýsingar er að finna á vefslóðinni: http://www.sjukra.is eða í síma 515-0000 (kortið gildir í 3 ár).
Vinsamlegast athugið að þetta kort kemur ekki í staðinn fyrir ferðatryggingu
Gönguskór – best er að vera í skóm með góðum sóla og einhverjum öklastuðning t.d. utanvegarhlaupaskó. Fyrir þá sem eru ekki í mikilli æfingu eða hafa lent í meiðslum á ökla er æskilegt að vera með hærri gönguskó.
Eins mælum við með að koma með íþróttaskó og/eða sandala til skiptanna.
Bakpoki – það nægir að koma með 20- 25l poka. Eina sem þarf að bera yfir daginn er vatn, sólarvörn og léttan fatnað t.d. regnslá/ peysu.
Göngustafir – eru ekki nausynlegir en fyrir þá sem eru vanir að ganga með göngustafi þá mælum við með að taka þá með. Göngustafir dreifa álaginu betur um líkamann og geta dregið úr líkum á hnémeiðslum í göngunum.
Vatnsbrúsi – gott er að koma með vatnsbrúsa eða vatnspoka með slöngu en eins er hægt að kaupa vatn í minni flöskum og hafa með í göngurnar. Mikilvægt er að vökva sig vel í göngum og því er æskilegt að hafa meðferðis tvær hálfs lítra flöskur eða eina 1l flösku á hverjum göngudegi.
Fatnaður – best er að pakka fatnaði sem er léttur og úr efni sem þornar fljótt. Derhúfur eða der eru mikilvæg fyrir sólríka daga og regnfatnað (buxur og jakki/regnslá) ef ske kynni að rignir.
Sólarvörn – takið með sólarvörn sem hentar ykkar húðgerð t.d. fyrir viðkvæma húð er mikilvægt að nota sólarvörn númer 50. Sólarvörn dugar einungis í ákveðinn tíma á húðinni og því er mikilvægt að bera á sig sólarvörn á tveggja tíma fresti yfir daginn. Eins er gott að hafa með aftersun.
Sjúkraveski – Verkjatöflur, second skin, plástrar og fleira.
Annað – gott er að hafa með sólgleraugu, mittistösku fyrir síma og veski, vaðskó & ferðahandklæði (fyrir þá sem vilja vaða í Lake Bohinj), sundföt, litla regnhlíf og góða skapið.
Á flestum stöðum er tekið við kortum en ágætt að vera með einhverja seðla á sér (evrur). T.d. þá söfnum við saman þjórfé fyrir bílstjóra og staðal leiðsögumenn í lok ferðar (€15 á mann).
Ef einhver kemst ekki í þá ferð sem viðkomandi hefur bókað í, er ekki hægt að fá endurgreiðslu á innáborgun né færa innáborgun yfir á aðra ferð. Við mælum með því að fólk skoði forfallatryggingar sem tengjast kredikortum sínum eða skaffi sér sérstaka ferðatryggingu.
Þegar reikningar fara yfir ákveðna upphæð þá kemur stundum fyrir að færslan er stoppuð eins og úttektarheimild sé ekki fyrir henni. Flestir bankar eru með eins konar "áhættuþröskuld" á greiðslum, þannig að það þarf að taka hann af tímabundið til að greiðsla gengi í gegn. Svo ef þið lendið í vandræðum með að greiða þá hringið þið í bankann ykkar og látið vita að þið séuð að reyna að greiða reikning til UK og þá opnar bankinn á færsluna.
Við sjáum ekki um að bóka farþega í ákveðin flugsæti en sendum nafnalista til Icelandair ásamt beiðni að þeir sem eru saman í herbergi sitji saman í vélinni.
Vinsamlegast athugið að sætisóskir eru um beiðni að ræða, ekki bókað eða staðfest sæti. Ef vélarbreyting verður skömmu fyrir brottför geta sætisóskir færst til og breyst.
Hægt er að fara inn á vef Icelandair 24 klst. fyrir brottför og innrita sig með bókunarnúmeri. Þá er hægt að skoða hvort hægt sé að velja ný sæti.
Vegna persónuverndar er ekki sendur út þátttökulisti á farþega. Aftur á móti þá verður opnuð Facebook síða fyrir ferðina og þar er ykkur frjálst að gerast meðlimir. Þar getið þið séð ferðafélaga ykkur, sent inn spurningar og deilt myndum í ferðinni.