
Fjölskyldufyrirtæki
Skotganga er traust fjölskyldufyrirtæki með áralanga reynslu í ferðaþjónustu. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval ferða víðs vegar um Evrópu.

Persónuleg þjónusta
Við leggjum ríka áherslu á að veita persónulega þjónustu og kappkostum að öllum ferðafélögum líði vel í okkar ferðum.

Ánægðir viðskiptavinir
Fjölmargir koma í ferðir okkar ár eftir ár, aftur og aftur og aftur. Er því óhætt að segja að ánægðir viðskiptavinir séu lykillinn að velgengni Skotgöngu.
Ferðir

Um okkur
Á bak við öll lítil fyrirtæki er fjölskylda
Skotganga er ferðaþjónustufyrirtæki í Skotlandi. Fyrirtækið reka þau hjónin Inga og Snorri ásamt dóttur sinni Margréti. Fyrirtækið var stofnað 2008 og eins og nafnið gefur til kynna var í fyrstu boðið upp á gönguferðir í Skotlandi. Í dag eru í boði fjölbreyttar gönguferðir víða um Evrópu og rútuferðir um Bretlandseyjar. Fyrirstækið býður eins upp á kvennaferðir og ýmsar sérferðir fyrir hópa.
Fréttir
Ömmur í orlofi
Ömmur eru bestar – hver hefur ekki heyrt þetta áður? Ömmur eru á öllum aldri ungar og gamlar og yngsta amman í heiminum er 23...
Ævi & hugarheimur Agatha Christie
Í vor buðum við upp á ferð til Suður-Englands í fótspor Jane Austen. Ferðin seldist hratt upp og 40 konur fylgdu okkur Kristínu Lindu um...
Nýtt tækifæri – Norður Tenerfie
Margir einfaldlega vita bara ekki af þessum gullmola í norðri, Puerto de la Cruz. Nú hef ég eitt meiri tíma þarna en áður og svæðið...